17.4.2008 | 00:14
Mislæg gatnamót !
Það virðist sem svo þegar mislæg gatnamót eru gerð að það þurfi alltaf hanna nýja og nýja gerð. Það er til dæmis eins og þau sem eru á Reykjanesbrautin við Mjódd annars vegar og hins vegar við Staldrið. Þau eru gjörólík, en þar hlýtur að hafa verið hægt að hafa mislæg gatnamót eins og eru við Reykjanesbraut/Sæbraut og Miklubraut ( í Ártúnsbrekku). Þau mislægu gatnamót eru frekar gömul hönnum, og þau virka mjög vel. Þar eru enginn ljós né hringtorg, við ljós og hringtorg myndast alltaf raðir á annatímum, þær raðir eru dýrar þjóðfélaginu og einnig verður aukinn mengun frá bílum sem eru stopp og það verða mun fleiri umferðaróhöpp á slíkum gatnamótum. Þegar ný mislæg gatnamót hafa verið tekinn í notkun þá hefur mér þótt mega vera betri kynning á því hvernig á að aka þau. Til dæmis með auglýsingu sem væri sýnd í sjónvarpi fyrir og eftir fréttir. Þetta kostar, en það mætti setja þetta í útboðið, það er gerð á kynningar myndbandi og ákveðin fjölda birtinga í sjónvarpi í vikunni fyrir opnu gatnamótana og eftir opnun. Vegagerðin hefur birt í Framkvæmdafréttum á þessu ári myndir af nokkrum mislægum gatnamótum sem eru í framkvæmd eða eru að fara í framkvæmd. Það er ekki annað að sjá en að þessi gatnamót verða öll með sýnu kerfi, enginn eins. Í Framkvæmdafréttum 1.tbl.08 þar eru myndar af tveimur útfærslum á mislægum gatnamótum við Reykjanesbraut og Bústaðarvegar ( sagt þar Breiðholtsbrautar og Bústaðarvegar). Þetta eru fínar tillögur en það er einn stór ókostur, þar sem ekki verður hægt að aka af Bústaðarvegi og í norður eftir Reykjanesbraut (í átt að Sæbraut), en til að fara í þessa átt þá þarf að fara upp á mislægu gatnamótin við Staldrið og fara þar inná Reykjanesbraut til norðurs. Þá er farið um eitthringtorg og ein ljós sem orsaka meiri mengun og meiri tíma. Þarna er reyndar erfitt að koma fyrir mislægum gatnamótum einsog eru á Reykjanesbraut/Sæbraut og Miklubraut (í Ártúnsbrekku). Það þyrfti eflaust að kaupa upp fáar húseignir, en það er ekki víst að það sé vilji hjá Borg og Vegagerðinni að gera það, en Borgin getur keypt bárujárnskofa við Laugaveginn til að vernda og virðist vera bara í vandræðum með það. Á síðustu árum hefur verið byggðar nokkrar göngubrýr, en það er skrýtið að það er alltaf ný hönnun í hvert skipti með öllum þeim kostanaði sem fylgir því. Það hlýtur að vera hægt að fá hönnun á einni ríkisgöngubrú sem er síðan aðlöguð að hverjum stað fyrir sig. Sem hefði minn tilkostnað í för með sér, einnig væri þá hægt að velja útfærslu sem er ekki of kostnaðarsöm í smíðum, en sumar af þessum sem hafa verið reistar hafa kostað sitt útaf útliti (arkitektúr). Hér að neðan fylgir linkur á Framkvæmdafréttir 1.tbl.08
Kveðja, S.Ben
http://vgwww.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/fr486-01-2008/$file/fr486-01-2008.pdf
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bílar og akstur, Ferðalög | Facebook
Um bloggið
S.Ben
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.