Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu !

Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu eru þannig að ég vel frekar einkabílinn, þótt eldsneytisverðið sé mjög hátt.  Almenningssamgöngur þurfa að vera frekar örar og hraðvirkar til að ég myndi nota kerfið.

Nú er komið í ljós að við það að gefa framhaldsskólanemum frítt í strætó þá hefur farþegum í strætó fjölgað um einamiljónfarþega miða við ár.  Þetta er eina rétta það á að vera frítt í strætó fyrir alla.  Þar sem við höfuðborgarbúar höfum ekki alist upp við frían strætó og misgóð leiðar kerfi.  Þá ætti að gefa frítt í strætó í lámark fimmtánár, til að venja okkur við að nota þá.  Þar sem það er hagkvæmt fyrir þjóðfélagið í held sinni að fólk noti almenningssamgöngutæki frekar en einkafaratæki.  Það mundi hægja á uppbyggingu umferðamannvirkja, bílastæðahúsa og sjálfsögðu miklu minni mengun.  Við aukna notkun þá kæmi þéttara leiðakerfi og örara.  Skiptistöðvar þurfa að vera þannig að allir vagnar komi inná þær ekki að það þurfi að ganga 150 til 600 metra eða svo.  Lóðin sem strætó var með bækistöðvar sínar á (verkstæði og fl.), átti ekki að selja heldur að gera stóra skiptistöð, þarna er opið inná helstu umferðaæðar Höfuðborgarsvæðisins, Kringlumýrarbraut og Sæbraut.  Og svo hefði verið hægt að hafa örar ferðir þaðan til helstu atvinnu- (verslunar-) og skóla svæða.  Einnig þarf að tengja almenningssamgöngur frá landsbyggðinni við stóra skiptistöð strætó. 

Ef það væri frítt í strætó, þá veit ég það að ég átti mun meiri tíma fyrir mig og þau verkefni sem ég hef áhuga á.  Þar sem ég mundi ekki skutla börnunum í tómstundir sínar og sækja þau,  eins þegar þau eru í verslunarmiðstöðvum og eru ekki með pening í strætó, þá verður að sækja þau.  Almenningssamgöngur eiga ekki að bera sig fjárhagslega, það er hagkvæmt fyrir alla að sem flestir noti strætó, það er líka fyrir sveitafélögin sem reka strætó.  Verður minni kostnaður við gatnagerð og fleira þess háttar.  Akureyrarbær á hrós skilið fyrir að vera með frítt í strætó.

 Kveðja, S.Ben 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dofri Hermannsson

Sæll og takk fyrir þessa færslu. Mér finnst að það eigi að skoða vandlega möguleikann á að gefa öllum frítt í strætó.

Reyndar held ég að það þyrfti ekki að vera þannig. Ég held t.d. að ef það væri hægt að vera áskrifandi að strætókorti, rétt eins og líkamsræktinni eða stöð 2 á vísakorti þá myndi fáa muna um að setja u.þ.b. 2000 krónur á mánuði í ótakmarkaðar ferðir með strætó. Aðalmálið er að fólk sé með strætókort því það er of mikil hindrun fyrir flesta að veiða rétta upphæð upp úr vasanum eða kaupa miða fyrir eina og eina ferð.

Í Seattle fylgir strætókort með þegar maður borgar skólagjöldin í háskólanum og maður getur með nokkurri fyrirhöfn fengið það endurgreitt en það gerir auðvitað enginn. Þetta þyrfti að gera hér - ekki bara í háskólunum heldur líka menntaskólunum.

Ég er þó ekki að útiloka að það geti borgað sig, a.m.k. meðan við erum að breyta hugarfarinu að gefa öllum frítt í strætó. Vafalaust er það ódýrara en að búa til fleiri götur og mislæg gatnamót til að allir komist einir í bíl í vinnu og skóla á sama klukkutímanum.

Ég held þó að tíðni ferða skipti meira máli en flest annað. Ég ferðast mikið með leið 6 sem kemur á kortersfresti á dagtíma og hálftíma fresti eftir kl 18. Væri tíðnin minni myndi ég oft freistast til að vera á bíl.

Dofri Hermannsson, 14.4.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

S.Ben

Höfundur

S.Ben.
S.Ben.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • volvo 740 GLXI 1990 01
  • volvo 740 1987 1990 01
  • volvo 142 740 01
  • volvo V90 innan 01
  • volvo V90 gardina 01

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband